Körfubolti

Memphis samdi við Miles á ný

Miles gæti reynst Portland þungur biti að kyngja ef hann spilar tvo leiki til viðbótar fyrir Memphis
Miles gæti reynst Portland þungur biti að kyngja ef hann spilar tvo leiki til viðbótar fyrir Memphis NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Memphis Grizzlies létu sér fátt finnast um hótanir Portland og gerðu aftur 10 daga samning við framherjann Darius Miles í dag.

Miles fer því á annan 10 daga samning við félagið og því er ekki útilokað að hann spili tvo leiki með Grizzlies á næstu dögum. Geri hann það, fara aftur 18 milljónir dollara inn á launaskrá Portland og gera félaginu erfitt um vik í leikmannamálum í framtíðinni.

Forseti Portland sendi öllum liðum í deildinni tölvupóst á dögunum þar sem hann varaði þau við því að semja við Miles gagngert til að reyna að skemma fyrir Portland. Hann hótaði lögsókn ef lið myndi semja við Miles.

Forsetinn hefur síðan útskýrt tilgang þessara yfirlýsinga sinna og segir Portland fyrst og fremst vilja koma í veg fyrir að samið verði við Miles í þeim tilgangi að skemma fyrir Portland.

"Við viljum auðvitað að Miles nái heilsu og ef hann getur fengið samning og náð sér á strik á ný hjá liði sem hefur gagn af honum - er það auðvitað hið besta mál," sagði forseti Portland í samtali við ESPN.

Leikmannasamtökin í NBA hafa ákveðið að senda NBA deildinni kvörtun fyrir hönd Miles í þessu furðulega máli.



NBA

Tengdar fréttir

Portland hefur í hótunum vegna Miles

Framherjinn Darius Miles hefur ekki gert neinar rósir í NBA deildinni síðustu ár vegna þrálátra meiðsla og vandræða utan vallar. Hann er þó umtalaðasti maðurinn í deildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×