Körfubolti

Er nefbrotinn en vill ekki spila með grímu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zydrunas Ilgauskas, spilar nefbrotinn þessa daganna.
Zydrunas Ilgauskas, spilar nefbrotinn þessa daganna. Mynd/GettyImages

Zydrunas Ilgauskas, miðherji NBA-liðsins Cleveland Cavaliers fékk að kynnast olnboga Shaquille O'Neal aðfaranótt föstudagsins þegar hann nefbrotnaði í leik Cleveland og Phoenix Suns. Ilgauskas ætlar að halda áfram að spila en vill ekki nota grímu.

„Ég hata grímur. Síðast þegar ég notaði grímu þá endaði ég á því að henda henni upp í stúku," sagði Zydrunas en nefbrotið uppgötvaðist ekki fyrr en eftir Phoenix-leikinn því Litháinn hélt áfram að spila.

Ilgauskas spilaði sinn fyrsta leik eftir nefbrotið síðustu nótt og var þá með 9 stig, 7 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum sem er ekki slæmt fyrir mann sem nefbrotnaði sólarhring áður.

Zydrunas Ilgauskas er byrjunarliðsmaður hjá Cleveland Cavaliers og er með 13,3 stig og 7,5 fráköst að meðaltali á 27,0 mínútum í vetur.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×