Körfubolti

Chandler fer ekki til Oklahoma

Chandler fer ekki frá New Orleans, í bili í það minnsta
Chandler fer ekki frá New Orleans, í bili í það minnsta NordicPhotos/GettyImages

Ekkert verður af fyrirhuguðum leikmannaskiptum New Orleans og Oklahoma í NBA deildinni sem greint var frá í gær. Tyson Chandler, miðherji New Orleans, stóðst ekki læknisskoðun hjá Oklahoma og því voru viðskiptin flautuð af.

Læknir Oklahoma-liðsins vildi meina að stóratáin á vinstri fæti Chandler væri líklegt til að valda honum meiðslum í framtíðinni og ráðlagði forráaðmönnum félagsins að taka ekki við honum.

Þessi sami læknir annaðist Chandler þegar hann meiddist á tánni í apríl árið 2007, en þá spilaði lið New Orleans í Oklahoma borg eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir New Orleans.

Chandler var gáttaður á niðurstöðunni. "Þetta er rugl. Ég er alveg gáttaður á þessu. Þetta er meiri vitleysan," sagði leikmaðurinn, sem nú mun væntanlega halda áfram að spila með New Orleans - nema liðið finni kaupanda af honum áður en fresturinn til félagaskipta rennur út í kvöld.

NBA

Tengdar fréttir

Chandler til Oklahoma Thunder

New Orleans Hornets og Oklahoma Thunder í NBA deildinni gerðu með sér leikmannaskipti í NBA deildinni í gærkvöldi. Skiptin eru hrein og klár kreppuaðgerð hjá New Orleans og óttast menn að titilvonir félagsins hafi beðið nokkra hnekki fyrir vikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×