Körfubolti

Fjórir leikir í NBA í nótt

Landsliðsmaðurinn Deron Williams (8) hjá Utah Jazz sækir að Sebastian Telfair hjá Minnesota í nótt
Landsliðsmaðurinn Deron Williams (8) hjá Utah Jazz sækir að Sebastian Telfair hjá Minnesota í nótt AP

Fjórir leikir fóru fram í NBA í nótt og unnust þrír þeirra á heimavelli. Atlanta skellti Chicago 105-102 á útivelli og vann því alla leiki liðanna í vetur.

Atlanta hefur ekki náð sér á strik undanfarið en mátti þakka leikstjórnandanum Mike Bibby sigurinn í nótt. Bibby skoraði 31 stig fyrir Atlanta í leiknum en Ben Gordon skoraði 21 fyrir Chicago.

San Antonio lagði Indiana 99-81 þar sem Tim Duncan skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst fyrir heimamenn og Manu Ginobili skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst. Danny Granger skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Utah skellti Minnesota á heimavelli 112-107. Paul Millsap skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah en Al Jefferson var með 25 stig hjá Minnesota.

Loks vann Denver sigur á Sacramento 118-99 þar sem Linas Kleiza skoraði 27 stig fyrir Denver en Kevin Martin 25 stig fyrir Sacramento. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×