Körfubolti

NBA: Wade fór illa með Knicks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wade var óstöðvandi gegn Knicks í nótt.
Wade var óstöðvandi gegn Knicks í nótt. Nordic Photos/Getty Images

New York blóðgaði Dwyane Wade og hann lét Knicks heldur betur borga fyrir meðferðina.

Wade fékk olnbogaskot í andlitið, vörin skarst og þurfti að sauma þrjú spor eftir leikinn. Ekkert var dæmt og leikmenn Miami Heat urðu brjálaðir.

Svo brjálaðir reyndar að þeir snéru töpuðum leik í sigur. Það geta þeir samt fyrst og fremst þakkað Wade sem fór hamförum.

Staðan var 103-88 þegar Wade var blóðgaður. Hann svaraði með því að skora 24 stig í lokaleikhlutanum en Miami tókst að skora 19 stig í röð í fjórðungnum sem varð þess valdandi að liðið vann fimm stiga sigur.

Wade skoraði 15 af þessum 19 stigum og endaði með 46 stig. Wade gaf þess utan 10 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

New York-Miami 115-120

Philadelphia-Orlando 100-106

Memphis-Oklahoma 92-99

Milwaukee-Washington 109-93

Chicago-Houston 105-102

Utah-Sacramento 102-89

LA Clippers-Charlotte 95-100

Staðan í NBA-deildinni



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×