Körfubolti

NBA í nótt: Naumur sigur Utah

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Nash í baráttunni í nótt.
Steve Nash í baráttunni í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Utah vann sigur á Phoenix í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-99.

Phoenix er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar og er eina liðið fyrir utan átta efstu sætin sem á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Liðið hefði því þurft á sigri að halda í nótt. Utah var með 21 stigs forystu í upphafi síðari hálfleiks en mátti svo þakka fyrir að fá leikinn þó í framlengingu.

Deron Williams skoraði 21 stig í leiknum fyrir Utah, þar af sjö í framlengingunni, auk þess sem hann gaf þrettán stoðsendingar. Mehmet Okur var stigahæstur með 26 stig og ellefu fráköst.

Steve Nash skoraði 20 stig fyrir Utah og Grant Hill var með nítján. Shaquille O'Neal var með sextán stig og tíu fráköst.

Detroit vann Washington, 98-96. Gilbert Arenas lék með Washington í fyrsta sinn í næstum ár og átti möguleika að jafna leikin undir lokin. Skot hans var hins vegar varið af Kwame Brown.

Chicago vann Indiana, 112-106. John Salmons skoraði 22 stig og setti niður tvo þrista undir lok leiksins sem gerði út um leikinn.

Miami vann Milwaukee, 102-85. Dwyane Wade skoraði 27 stig, Udonis Haslem sextán og tók þar að auki tólf fráköst. Þar með náði hann sinni 100. tvöfaldri tvennu á ferlinum.

Charlotte vann New York, 96-85. Gerald Wallace var með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar.

Denver vann Golden state, 129-116. Carmelo Anthony skoraði 31 stig og Linas Kleiza 22.

Houston vann LA clippers, 110-93. Yao Ming skoraði 21 stig og var með fimmtán fráköst fyrir Houston.

Portland vann Memphis, 86-66. Brandon Roy var með 21 stig og átta fráköst fyrir Portland sem vann sinn sjötta sigur í röð gegn Memphis. LaMarcus Aldridge skoraði átján stig fyrir Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×