Körfubolti

Bræðurnir berjast í fyrsta sinn í nótt

Marc og Pau Gasol urðu heimsmeistarar með Spánverjum í Japan árið 2006
Marc og Pau Gasol urðu heimsmeistarar með Spánverjum í Japan árið 2006 NordicPhotos/GettyImages

Spænsku bræðurnir Pau og Marc Gasol verða andstæðingar í fyrsta skipti á ferlinum í nótt þegar lið þeirra leiða saman hesta sína í NBA deildinni.

Eldri bróðirinn Pau hefur gert það gott í NBA síðustu ár, fyrst með Memphis (áður Vancouver) Grizzlies og nú með LA Lakers.

Nú er litli bróðir kominn í NBA og leikur einmitt með Memphis Grizzlies eftir að félagið öðlaðist réttinn á honum þegar það sendi Pau til Lakers á síðustu leiktíð.

Þeir bræður hafa aldrei verið andstæðingar áður nema í æfingaleikjum og á æfingum með spænska landsliðinu. Þeir merktu báðir við 22. desember á dagatalinu þegar töfluröðin í NBA var gefin út í ágúst.

"Þetta verður eins og þegar við vorum að kljást heima hjá afa og ömmu þegar við vorum strákar," sagði Pau í samtali við Marca.

"Þetta verður skrítið svona fyrst, en eftir að flautað er til leiks hugsum við fyrst og fremst um að ná í sigur með liðum okkar. Við erum báðir miklir keppnismenn," sagði Marc.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×