Körfubolti

Tvíframlengt hjá Texasliðunum

Ron Artest tók málin í sínar hendur í annari framlengingu og tryggði Houston sigur
Ron Artest tók málin í sínar hendur í annari framlengingu og tryggði Houston sigur NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Texasliðin San Antonio og Houston unnu sæta sigra í tvíframlengdum spennuleikjum.

San Antonio lenti nokkuð óvænt í bullandi vandræðum með Memphis á útivelli, en hafði að lokum 106-103 sigur. Tony Parker skoraði 32 stig fyrir San Antonio en OJ Mayo 29 fyrir Memphis.

Houston lenti sömuleiðis í miklu basli með Utah á heimavelli en vann 120-115. Ron Artest skoraði 28 stig fyrir Houston en Ronnie Brewer 23 fyrir gestina.

Joe Johnson skoraði 41 stig fyrir Atlanta í 129-117 sigri á Chicago en Ben Gordon skoraði 33 fyrir Chicago.

Orlando vann 7. leikinn í röð þegar það skellti Minnesota örugglega. Þetta var 11. sigurleikur liðsins í síðustu 12 og hafa allir þessir sigrar komið á móti liðum úr Vesturdeildinni.

Þá vann Washington sigur á Oklahoma City í uppgjöri lélegustu liðanna í deildinni.

Úrslitin í NBA í nótt:

San Antonio Spurs 106-103 Memphis Grizzlies

Washington Wizards 104-95 Oklahoma City

Minnesota Timberwolves 94-118 Orlando Magic

Houston Rockets 120-115 Utah Jazz

Charlotte Bobcats 103-114 New Jersey Nets

Atlanta Hawks 129-117 Chicago Bulls

Portland Trail Blazers 102-89 Toronto Raptors

Milwaukee Bucks 76-87 Detroit Pistons

Staðan í NBA deildinni



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×