Körfubolti

Zach Randolph skipt frá New York til LA Clippers

Zach Randolph er á leið til LA Clippers ef marka má heimildir ESPN
Zach Randolph er á leið til LA Clippers ef marka má heimildir ESPN NordicPhotos/GettyImages

Það hefur verið mikið að gera á skrifstofunni hjá New York Knicks í kvöld og ef marka má heimildir ESPN er félagið nú að leggja lokahönd á önnur stór leikmannaskipti.

Fyrr í kvöld var greint frá því að New York hefði sent bakvörðinn Jamal Crawford til Golden State og fengið í stað hans framherjann Al Harrington.

Skömmu síðar var tilkynnt að New York væri að leggja lokahönd á að skipta framherjanum Zach Randolph og leikstjórnandanum Mardy Collins til LA Clippers í skiptum fyrir skotbakvörðinn Cuttino Mobley og framherjann Tim Thomas.

Fréttamenn vestanhafs slá því föstu að þessar ráðstafanir forráðamanna New York séu fyrst og fremst gerðar með það fyrir augu að gera félagið samkeppnishæft á leikmannamarkaðnum árið 2010.

Samningar flestra þessara leikmanna sem New York var að fá núna renna út árið 2010- en þá verða nokkrir af bestu leikmönnum deildarinnar með lausa samninga.

Nægir þar að nefna ofurstjörnuna LeBron James hjá Cleveland, en hann hefur mikið verið orðaður við New York allar götur síðan hann kom inn í deildina.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×