Körfubolti

Aftur tapaði Boston

Kevin Garnett og félagar í Boston töpuðu öðrum leiknum í röð eftir nítján leikja sigurgöngu þar áður
Kevin Garnett og félagar í Boston töpuðu öðrum leiknum í röð eftir nítján leikja sigurgöngu þar áður

Boston tapaði óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá fyrir Golden State á útivelli 99-89.

Boston virtist hafa leikinn í hendi sér en heimamenn, undir forystu Stephen Jackson, unnu fjórða leikhlutann 35-17 og tryggðu sér sigur. Jackson sneri aftur eftir að hafa misst úr fjóra leiki vegna meiðsla og skoraði 15 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Marco Belinelli skoraði 22 stig.

"Ég óttaðist að þetta gæti gerst eftir að við unnum nítján leiki í röð. Þegar ég sá að við vorum að hitta vel og höfðum 12 stiga forystu - ég óttaðist eitthvað svona," sagði Doc Rivers þjálfari Boston eftir leikinn. "Þeir (Golden State) duttu í stuð og þá er erfitt að eiga við þá."

Paul Pierce var atkvæðamestur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett 14, en þetta var fimmta tap Boston gegn Golden State á útivelli og það tólfta í fimmtán síðustu viðureignum liðanna í Oakland.

Þetta var í fyrsta skipti í vetur sem Boston tapar tveimur leikjum í röð, en liðið tapaði fyrir LA Lakers á útivelli að kvöldi jóladags.

New Orleans stöðvaði tveggja leikja taprhinu með því að leggja Houston á heimavelli 88-79. Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir heimamenn en Yao Ming var með 19 stig og 12 fráköst hjá Houston.

Allen Iverson skoraði 22 stig og sigurkörfuna þegar Detroit lagði Oklahoma naumlega 90-88.

Utah lagði Dallas á heimavelli 97-88 þrátt fyrir að vera án þriggja stiga- og frákastahæstu manna sinna, en Dirk Nowitzki var rekinn af velli eftir átök við Matt Harpring í upphafi síðari hálfleiks.

Úrslitin í nótt:

Golden State Warriors 99-89 Boston Celtics

Utah Jazz 97-88 Dallas Mavericks

New Orleans Hornets 88-79 Houston Rockets

Denver Nuggets 105-101 Philadelphia 76ers

New Jersey Nets 87-95 Charlotte Bobcats

Detroit Pistons 90-88 Oklahoma City

Sacramento Kings 101-107 Toronto Raptors

New York Knicks 107-120 Minnesota Timberwolves

Memphis Grizzlies 108-105 Indiana Pacers

Miami Heat 90-77 Chicago Bulls



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×