Körfubolti

NBA í nótt: 12. sigur Portland í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brandon Roy fagnar sigrinum í nótt.
Brandon Roy fagnar sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images

Portland hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt með sínum tólfta sigri í röð. Liðið vann ellefa stiga sigur á Minnesota, 109-98.

Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland þótt hann hafi verið hvíldur í öðrum leikhluta. Nate McMillan þjálfari liðsins dreifði reyndar álaginu á marga menn og þurfti Portland í raun aldrei að hafa mikið fyrir sigrinum.

Lamarcus Aldridge var með 21 stig og átta fráköst og Jarrett Jack var með fjórtán stig. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 22 stig og Rashad McCants var með 21 stig.

Detroit Pistons vann sinn sjöunda leik í röð þegar liðið vann góðan sigur á Indiana, 114-101. Liðið skoraði 40 stig í öðrum leikhluta og var með 23 stiga forystu í hálfleik.

Rip Hamilton var sjóðheitur hjá Detroit og skoraði 23 stig og gaf níu stoðsendingar í leiknum. Tayshaun Prince var með fimmtán stig. Chauncey Billups fjórtán og Jarvis Hayes þrettán.

Hjá Indiana var Jermaine O'Neal stigahæstur með 25 stig.

Úrslit annarra leikja í nótt:

Charlotte Bobcats - New Orleans Hornets 85-99

New Jersey Nets - Washington Wizards 109-106

Miami Heat - Orlando Magic 114-121

Detroit Pistons - Indiana Pacers 114-101

Memphis Grizzlies - Houston Rockets 83-103

Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 103-99

San Antonio Spurs - Toronto Raptors 73-83

Phoenix Suns - LA Clippers 94-88

Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 80-92

LA Lakers - Utah Jazz 123-109

Golden State Warriors - Denver Nuggets 120-124

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×