Körfubolti

Lewis fór af velli með krampa í fyrsta leik

Rashard Lewis haltraði af velli í fyrsta leik sínum fyrir Orlando
Rashard Lewis haltraði af velli í fyrsta leik sínum fyrir Orlando NordicPhotos/GettyImages

Undirbúningstímabilið í NBA hófst á fullu í Bandaríkjunum í nótt þegar þrír leikir voru á dagskrá. Nokkrir leikir verða á dagskránni í kvöld og þar af verður fyrsta beina útsending NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar frá leik Sacramento og Seattle klukkan 2 í nótt.

Orlando tapaði heima fyrir Atlanta 94-93 þar sem nýliðinn Acie Law IV skoraði sigurkörfu gestanna þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Orlando fékk skrekk í þriðja leikhlutanum þegar nýji maðurinn Rashard Lewis haltraði af velli, en nú hefur verið staðfest að hann hafi bara verið með krampa í fætinum.

Dwight Howard skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir Atlanta.

New York skellti Philadelphia 101-92. David Lee skoraði 18 stig fyrir New York og nýji maðurinn Zach Randolph átti fínan leik með 17 stig. Andre Miller skoraði 17 stig fyrir Philadelphia.

Þá vann Detroit auðveldan sigur á Miami 103-86, en Miami var án Shaquille O´Neal, Dwyane Wade og Alonzo Mourining sem eru meiddir. Marcus Slaughter skoraði 17 stig fyrir Miami og nýliðinn Rodney Stuckey skoraði 15 fyrir Detroit.

Í kvöld fara svo fram sjö leikir og þar af verður leikur Sacramento og Seattle sýndur beint á NBA TV klukkan 2 eftir miðnættið. Þar gefst áhorfendum væntanlega kostur á að sjá nýliðann Kevin Durant hjá Seattle, en hann var valinn númer 2 í nýliðavalinu í sumar og hefur vakið mikla athygli fyrir góðan leik í sumar - þ.a.m. með landsliðinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×