Körfubolti

Nelson verður áfram með Warriors

Nelson fagnar hér með leikmönnum sínum eftir sigurinn ótrúlega á Dallas í vor
Nelson fagnar hér með leikmönnum sínum eftir sigurinn ótrúlega á Dallas í vor NordicPhotos/GettyImages

Hinn þrautreyndi þjálfari Don Nelson hefur nú loksins náð samkomulagi við Golden State Warriors um að stýra því að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Fjölmiðlar í Kaliforníu greindu frá því í dag að Nelson fái umtalsverða launahækkun á síðustu tveimur árunum af gamla samningnum.

Árslaun Nelson fara þannig úr 3,1 milljón dollara á ári upp í 5,1 milljón, en félagið á möguleika á að segja samningnum upp eftir næsta tímabil. Nelson segist kátur yfir því að samningar séu í höfn því honum líði vel við flóann í Oakland.

Undir stjórn Nelson komst lið Warriors nokkuð óvænt í úrslitakeppnina síðasta vor og sló svo deildarmeistara Dallas út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það voru einhver óvæntustu úrslit í sögu NBA.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×