Viðskipti erlent

Meiri væntingar í Bandaríkjunum

Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið.

Í skýrslu viðskiptaráðsins kemur fram, að neytendur í Bandaríkjunum er bjartsýnir nú en áður á horfur í efnahagsmálum þótt hækkanir á eldsneytisverði sé áhyggjuefni. Þá eru horfurnar ágætar á atvinnumarkaði, að því er fram kemur í skýrslu Viðskiptaráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×