Viðskipti erlent

Airbus segir upp tíu þúsund manns

Líkan af A380, nýrri breiðþotu og flaggskipi Airbus, fyrir framan verskmiðju fyrirtækisins í Þýskalandi.
Líkan af A380, nýrri breiðþotu og flaggskipi Airbus, fyrir framan verskmiðju fyrirtækisins í Þýskalandi. MYND/AP

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna.

Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni.

Louis Gallois yfirmaður Airbus sagði að fyrirtækið stæði frammi fyrir gífurlega ögrandi verkefni og væri ekki nægilega skilvirkt.

Airbus hefur átt í basli eftir að áætlunum um framleiðslu nýrrar breiðþotu, A380, seinkaði. Þá mun veik staða dollars hafa haft áhrif á ákvörðunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×