Viðskipti erlent

Rússar kæra PWC

Pútin Rússlandsforseti teygir anga sína víða.
Pútin Rússlandsforseti teygir anga sína víða. MYND/AP

Rússnesk stjórnvöld hafa lagt fram kæru á hendur PricewaterhouseCoopers (PWC) í Rússlandi þar sem skattayfirvöld telja að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að hylma yfir fjármálamisferli rússneska olíurisans Yukos en stjórnendur hans sitja nú í fangelsi vegna þess.

Margir telja þó að fyrirtækið Yukos og eigendur þess, sem nú sitja í fangelsi í Síberíu, séu fórnarlömb Vladimirs Pútin en hermt er að Putin hafi ekki kunnað við að eigandi Yukos var að daðra við stjórnmál og hugsanlegt mótframboð gegn Pútin.

PWC hefur staðfest kærurnar og segist ekkert rangt hafa aðhafst, þrátt fyrir að hafa skilað tveimur skýrslum um ástand Yukos. Ein var fyrir stjórnendur og varaði við fjármálamisferli og önnur var síðan gerð fyrir almenna hluthafa. Talsmenn PWC segja að ekki sé hægt að velta ábyrgð á gerðum fyrirtækja á endurskoðanda þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×