Viðskipti erlent

Stærstu eigendur Livedoor íhuga sölu

Forsvarsmenn Fuji Television Network, eins stærsta hluthafa í japanska netfyrirtækinu Livedoor, eru sagðir vera að íhuga að selja 12,5 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Lokað varð fyrir öll viðskipti í kauphöllinni í Tókýó í Japan 18. janúar á þessu ári þegar grunur vaknaði um misferli hjá fyrirtækinu.

Takafumi Hoire, forstjóri Livedoor, og fjórir framkvæmdastjórar netfyrirtækisins voru handteknir í kjölfarið og hafa verið ákærðir fyrir að falsa afkomutölur fyrirtækisins fyrir tveimur árum. Gengi hlutabréfa í Livedoor hafa lækkað um 90 prósent frá upphafi árs en ákveðið hefur verið að afskrá það úr kauphöllinni í Tókýó.

Forsvarsmenn Fuji Television Network segja að þeir hafi vissulega íhuga að selja hlut sinn í Livedoor en neita að ákvörðun liggi fyrir í málinu. Kapalsjónvarpsstöðin Usen Corp. er sögð hafa sýnt áhuga á að kaupa hlut Fuji en fyrirtækið hefur ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um málið.

Horie og hinir fimm framkvæmdastjórar Livedoor neita allir sök í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×