Viðskipti erlent

Yfirtökuviðræðum slitið í Low & Bonar

Formlegum yfirtökuviðræðum í Low & Bonar hefur verið slitið eftir margra vikna viðræður stjórnar félagsins og þriðja aðila.

Nafn Atorku Group var nefnt í því sambandi en félagið er stærsti hluthafinn í Low & Bonar með um þriggja milljarða eignarhlut að marksvirði sem samsvarar um 22 prósentum af öllu hlutafé.

Low & Bonar skilaði 3,3 milljarða tapi á síðasta ári sem kemur til vegna sölutaps eigna, það er Bonar Plastic sem var selt til Promens, dótturfélags Atorku.

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um fjögur prósent og var yfir 1,5 milljarður króna. Velta félagsins nam um 26 milljörðum króna og jókst um þrettán prósent á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×