Flóttamenn

Fréttamynd

Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“

Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. 

Innlent
Fréttamynd

Mót­taka flótta­manna sé ekki skamm­tíma­verk­efni

Félagsmálaráðherra stefnir á að koma með frumvarp á haustmánuðum sem snýr að móttöku flóttamanna en engin slík löggjöf er til staðar. Áætlanir gera ráð fyrir að svipaður fjöldi flóttamanna komi til landsins í ár og í fyrra, eða allt að fimm þúsund manns. Fjögur sveitarfélög hafa skrifað undir samning við ríkið um móttöku flóttamanna en stærsta áskorunin er húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn

Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 350 flótta­menn til Akur­eyrar á þessu ári

Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Brott­vísun Husseins fer fyrir Lands­rétt

Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um Jóla­daga­talið á Al­þingi

Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið.

Innlent
Fréttamynd

Semja um mót­töku allt að 100 flótta­manna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna

Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar.

Erlent
Fréttamynd

Kennarar leigja í­búð fyrir fjöl­skylduna og halda námi systranna gangandi

Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi.

Innlent
Fréttamynd

Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Ís­landi

Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort önnur fram­kvæmd sé nokkuð í boði

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

„Mörgum spurningum ó­svarað“ um brott­flutning hælis­leit­enda

Þingmaður Vinstri grænna segir mörgum spurningum ósvarað um brottflutning hælisleitenda sem ríkislögreglustjóri framkvæmdi í gærkvöldi og morgun. Til stóð að flytja 28 manns úr landi en 13 einstaklingar fundust ekki þegar þeirra var leitað. Fimmtán fóru með flugvél úr landi í morgun, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak.

Innlent
Fréttamynd

Mannúð eða fordómafullur hræðsluáróður

Íslendingar hafa sammælst um að stefna þjóðarinnar gagnvart hælisleitendum og flóttafólki skuli rekin á grundvelli mannúðar. Við erum samfélag sem gefur sig út fyrir að vilja hjálpa einstaklingum í neyð, veita þeim skjól þegar þeir þurfa á skjóli að halda. Við höfum verið stolt af afstöðu okkar á þessu sviði. Mannúð okkar hefur verið fyrirmynd annarra þjóða langt út fyrir nágrannaþjóðir okkar í Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Á­tján brott­vísanir barna á þessu ári

Útlendingastofnun hefur tekið átján ákvarðanir um brottvísun barna til Grikklands það sem af er ári. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest allar ákvarðanirnar. Kallað hefur verið á lögreglu í sextán tilfellum.

Innlent