Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Illt er við Það að eiga

Seinni hálfleikurinn í baráttu sjömenninganna í Lúseraklúbbnum við hinn yfirnáttúrulega barnamorðvarg, tannhvassa holræsatrúðinn Pennywise, hefst á Íslandi í dag þegar sýningar hefjast á It Chapter Two.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Heimsþekktur leikari á RIFF

Hinn heimsfrægi Hollywood leikari John Hawkes mun koma á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (RIFF) sem haldin verður 26. september til 6. október.

Lífið
Fréttamynd

Ný stikla fyrir Jókerinn komin

Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vakti mikla athygli fyrir hljóðrás sína fyrir þættina Chernobyl, semur tónlistina fyrir myndina en hún er ekki eina íslenska tónskáldið sem kemur að myndinni. Veigar Margeirsson tónskáld samdi tónlistina fyrir stikluna sjálfa sem er áberandi í henni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Keppa í gamanmyndagerð á Flateyri

Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er.

Lífið
Fréttamynd

Þolir ekki hárgreiðslu Tommy Shelby úr Peaky Blinders

Sýningar eru hafnar í Bretlandi á fimmtu þáttaröð Peaky Blinders, sjónvarpsþátta um samnefnt glæpagengi frá borginni Birmingham. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur haft áhrif á fataval fjölmargra og sama má segja um hárgreiðslur.

Lífið
Fréttamynd

Svartur valkvíði Hulla

Áttunda starfsár Svartra sunnudaga hefst í Bíó Paradís í haust. Þessu úthaldi verður fagnað á Menningarnótt með sýningu og sölu á hátt í 200 bíóplakötum þar sem fjöldi íslenskra listamanna hefur tekið sígildar bíómyndir sínum eigin tökum.

Menning
Fréttamynd

Bæjarráð hafnaði styrkveitingu

Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvikmyndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leikstjórans, Hlyns Pálmasonar.

Bíó og sjónvarp