Sjávarútvegur

Fréttamynd

Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum

Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum

Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi

Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum.

Innlent
Fréttamynd

Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn

Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær.

Innherji
Fréttamynd

Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða

Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Galin stjórn­sýsla

Þá er óbreytt strandsvæðaskipulag runnið í gegn hjá Sigurði Inga innviðaráðherra. Það er búið að eyða mikilli vinnu og stórum upphæðum í það. Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat á röngum forsendum skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðunar, af þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannessyni. Skipulagið er nánast eins og lagt var upp með fyrir fjórum árum. Sjókvíaeldið stjórnaði bæði upphafi og enda.

Skoðun
Fréttamynd

Meint olía reyndist loðna

Í reglubundnu eftirlitsflugi í vikunni varð þyrlusveit Landhelgisgæslunnar vör við flekki sem í fyrstu sýn virtust vera olíuflekkir. Við nánari skoðun kom í ljós að um loðnutorfur var að öllum líkindum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig komast þau upp með þetta?

Svona spurði rannsakandi sem hefur skoðað aðferðafræði við gerð fyrsta haf- og strandsvæðaskipulags á Íslandi. Í dag er mikill sorgardagur því Innviðaráðherra Sigurður Ingi staðfesti tillögu svæðiráðs Austfjarða að Strandsvæðaskipulagi fyrir Austfirði! Já það ríkir sorg í hjörtum margra því tillaga svæðisráðs gerir ráð fyrir sjókvíaeldi í Seyðisfirði – akkúrat samkvæmt pöntun laxeldisfyrirækisins.

Skoðun
Fréttamynd

Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði

Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst­i á­fang­i land­eld­is í Eyj­um mun kost­a 25 millj­arð­a

Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100. 

Innherji
Fréttamynd

Ís­lensk stjórn­völd stundum „eins og eyði­land í Evrópu,“ segir for­stjóri Brims

Forstjóri og aðaleigandi Brims gagnrýnir íslensk stjórnvöld, sem hann segir að séu eins og „eyðiland“ í Evrópu, fyrir að neita að ræða við Rússland um nýtingu á veiðirétti Íslands í Barentshafi. Fyrirtækið skilaði metafkomu í fyrra samhliða hagstæðum markaðsaðstæðum fyrir sjávarafurðir og horfur fyrir þetta ár líta „þokkalega út.“

Innherji
Fréttamynd

Mikil­vægi strand­svæðis­skipu­lags

Strax í árdaga sjókvíeldis fyrir vestan og austan fóru sveitarfélög á svæðinu að kalla eftir að það yrði gert strandsvæðisskipulag fyrir þau svæði sem þá þegar var búið að ákveða af stjórnvöldum að hentuðu fyrir eldið. Hafist var handa við að loka stærsta hluta strandlengjunnar þannig eldi var aðeins leyft á hluta Austfjarða, á Vestfjörðum og í Eyjafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Reikna með um hundrað þúsund tonna hækkun á loðnuaflanum

Hafrannsóknarstofnun boðar hækkun á tillögum um hámarksafla á loðnuvertíðinni eftir að umtalsvert magn af hrygningarloðnu mældist norður af Húnaflóa á dögunum. Gera megi ráð fyrir yfir hundrað þúsund tonna hækkun, varlega áætlað. Sjómenn eru hvattir til loðnuveiða á þeim slóðum frekar en öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt Orri hjá Meniga orðinn forstjóri Rafnars

Benedikt Orri Einarsson hefur verið ráðinn forstjóri haftæknifyrirtækisins Rafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafnar sem vinnur að því að auka aðgengi að úthöfunum með þróun nýrra haftæknilausna. Benedikt var áður framkvæmdastjóri fjármála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þarf að greiða um hálfan milljarð í skatt eftir rann­­sókn sem hófst með Panama-skjölunum

Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eigandi og stjórnandi Sæmarks, þarf að greiða tæpan hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar, vegna áranna 2010-2016, í máli sem nefnt hefur verið sem eitt af umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafi komið hér á landi. Yfirskattanefnd telur ljóst að Sigurður Gísli hafi vantalið tekjur frá tveimur panamískum-félögum í hans eigu upp á rúmlega einn milljarð króna á umræddum árum. Mál hans er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis

Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loðnu­hrognin og full­nýting sjávar­fangs

Þessa stundina er sjávarútvegurinn að undirbúa sig undir loðnuvertíð. Ekki er á vísan að róa enda óvíst hvað leyft verður að veiða mikið, hvort næst að veiða þegar loðnan er verðmætust og hvaða staða er á mörkuðum. Síðustu ár hefur það gerst oftar en einu sinni að loðnuvertíðin er blásin af í heilu lagi. Þá sitja hinar gríðarlegu fjárfestingar sem verða að vera tiltækar aðgerðalausar og allt markaðsstarf í óvissu. Þetta er nú það sem sjávarútvegurinn verður að búa við.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnu­mótun mat­væla­ráðu­neytisins byggir á kjafta­sögum

Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir.

Skoðun