Íslenski boltinn

Fram án fjögurra byrjunarliðsmanna í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnþór Ari verður ekki með.
Arnþór Ari verður ekki með. vísir/daníel
Fram heimsækir Þór í sex stiga fallslag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en þar verða Safamýrarpiltar án fjögurra byrjunarliðsmanna.

Viktor Bjarki Arnarsson tekur út leikbann vegna fjögurra gulra spjald, en Arnór Ari Atlason, Hafsteinn Briem og Ásgeir Marteinsson verða heldur ekki með vegna veikinda og meiðsla, samkvæmt heimildum Vísis.

Samtals hafa þessir fjórir leikmenn skorað níu af fimmtán mörkum Framara í deildinni.

Þetta er mikið áfall fyrir Fram sem er í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eins og Þórsarar þegar níu umferðir eru eftir af mótinu.

Liðið sem tapar í kvöld gæti verið skilið eftir á botni deildarinnar.


Tengdar fréttir

Utan Vallar: Bræðrablús í Safamýrinni

Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×