Íslenski boltinn

Sjáðu markaregnið og atvik gærkvöldsins í Pepsi-deildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tuttugu og eitt mark var skorað í fjórum leikjum í Pepsi-deild karla í fótbolta þegar 14. umferðin fór af stað í gærkvöldi.

Átta mörk voru skoruð í Kópavogi þar sem Breiðablik og Keflavík mættust líkt og gerðist í leik sömu liða árið 2009 eins og Vísir fór yfir í gær.

Sjö mörk voru skoruð á Hlíðarenda þar sem Aron Sigurðarsson skoraði flottasta mark kvöldsins, og þá vann Fram sinn fyrsta sigur í fimm leikjum fyrir norðan.

Atvik gærkvöldsins voru viðskipti Tryggva Sveins Bjarnasonar og Chuck á Þórsvellinum, en umræða Pepsi-markanna um það kemur inn á Vísi aðeins síðar í dag.

Besta mark gærkvöldsins: Atvik gærkvöldsins:

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Fram 0-2 | Guðmundur Steinn með tvö

Framarar enduðu fimm leikja taphrinu sína í Pepsi-deild karla í kvöld með því að sækja þrjú stig norður eftir 2-0 sigur á Þórsurum í 14. umferð deildarinnar. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði bæði mörk leiksins á síðustu sextán mínútunum en bæði lið enduðu með tíu menn inn á vellinum.

Gummi Ben: Ég held að ég hafi gert risamistök

Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, var ómyrkur í máli eftir 4-4 jafntefli gegn Keflavík á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld en Blikar tryggðu sér jafntefli með tveimur mörkum undir lok leiksins.

Chuk gagnrýnir Tryggva fyrir að toga í hárið á sér

Þórsarinn Chukwudi Chijindu fékk rauða spjaldið í kvöld í 0-2 tapi á móti Fram í Pepsi-deildinni eftir viðskipti við Framarann Tryggva Svein Bjarnason. Chuck tjáði sig um rauða spjaldið á Twitter í kvöld og er ekki sáttur.

21 mark í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni í kvöld

Það var mikið skorað í fjórum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld þegar fjórtánda umferð deildarinnar fór af stað en alls var skorað 21 mark í leikjunum eða 5,3 mörk að meðaltali í leik.

Ragnar að stinga alla af í stoðsendingunum

Fjölnismaðurinn Ragnar Leósson hefur sprungið út með nýliðunum í sumar og gefið átta stoðsendingar í fyrstu þrettán umferðum Pepsi-deildar karla í fótbolta eða þremur fleiri en næstu menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×