Íslenski boltinn

Præst óttast krossbandsslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Valli
Michael Præst, miðjumaður og fyrirliði Stjörnunnar, er hræddur um að hans sé með slitið krossband á vinstra hné.

„Ég er að bíða eftir að komast til læknis. Þetta gæti verið krossbandsslit, en ég krossleg fingur að svo sé ekki," sagði Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, um meiðslin í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu.

„Ég á að hitta lækni síðar í dag og vonandi fæ ég góðar fréttir. Ég hef slitið krossband á hægri hnénu, en núna er þetta vinstra," sagði Præst og bætti við að lokum að honum liði alls ekki vel í hnénu.

Præst fór meiddur af velli í síðari leiknum gegn Lech Poznan á fimmtudaginn, þegar Stjarnan komst áfram í umspilið í Evrópudeildinni í knattspyrnu.

Stjarnan mætir Þór í Pepsi-deildinni á mánudaginn klukkan 20:00, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×