Fótbolti

Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta í Þrótt

Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atlético byrjar á sigri

Atlético Madríd byrjaði tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af krafti þegar liðið fékk Granda í heimsókn. Lokatölur í Madríd 3-1 heimamönnum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Man Utd byrjar tíma­bilið á naumum sigri þökk sé Vara­ne

Franski miðvörðurinn Raphaël Varane skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Úlfunum í lokaleik 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir voru síst lakari aðilinn og geta verið ósáttir með að ná ekki í að minnsta kosti stig í Leikhúsi draumanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gerrard byrjar á sigri gegn Ron­aldo-lausu Al Nassr

Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq byrjuðu tímabilið í sádiarabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á 2-1 sigri á Al Nassr. Sadio Mané leiddi framlínu gestanna í fjarveru Cristiano Ronaldo sem er að glíma við meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea stað­festir komu Ca­icedo

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Al Hilal byrjar á sigri þökk sé þrennu frá Malcom

Það er ljóst að knattspyrnumaðurinn Malcom kann vel við sig í Sádi-Arabíu en hann skoraði þrennu er lið hans Al Hilal hóf tímabilið þar í landi á sigri. Lið Karim Benzema, Al Ittihad, byrjar tímabilið á 3-0 sigri en franski framherjinn komst ekki á blað.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja Lukaku í stað Kane

Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Köstuðum þessu frá okkur“

Eyjamenn misstu einbeitinguna og forskotið sem þeir byggðu upp gegn FH í fyrri hálfleik þegar liðið tapaði 2-1 gegn FH í Bestu deild karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjöunda jafntefli Chelsea og Liverpool í röð

Chelsea tók á móti Liverpool í fyrsta stórleik tímabilsins á Englandi í dag. Leikurinn var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu, lokatölur 1-1.

Enski boltinn
Fréttamynd

Álagsleikur á Akureyri í dag

Breiðablik sækir KA heim á Akureyri í Bestu deildinni í dag en bæði lið hafa spilað ansi marga leiki síðustu vikur og má leiða að því líkur að sumir leikmenn séu að keyra á síðustu bensíndropunum í tanknum.

Fótbolti