Fótbolti

Fréttamynd

Barcelona og Juventus með sigra

Juventus hefur tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni á öruggum 3-0 útisigri. Spánarmeistarar Barcelona eru þá komnir á sigurbraut í La Liga eftir 2-0 sigur í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val

Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því

Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki til betri tilfinning

Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lyng­by í efri hlutanum eftir góðan sigur

Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamrarnir lögðu Chelsea í stór­skemmti­legum leik

West Ham United gerði sér lítið fyrir og vann nágranna sína í Chelsea 3-1 í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er því aðeins með eitt stig að loknum tveimur umferðum og ljóst að uppbyggingin þar á bæ mun taka lengri tíma en margur hélt.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þið sjáið hvernig deildin er núna í ár“

ÍBV náði í stig á erfiðum útivelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli. Todor Hristov var að vonum sáttur með stigið en fannst sitt liði þó geta hafa farið til Eyja með öll þrjú stigin úr Kópavoginum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Messi orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann vann sinn 44. titil á ferlinum í nótt er Inter Miami lagði Nashville SC í vítaspyrnukeppni í úrslitum deildabikarsins í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við erum enn þar“

Pep Guardiola var virkilega ánægður er hann ræddi við fjölmiðla í kjölfar 1-0 sigurs Manchester City á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sann­kallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Eng­landi

Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Álvarez hetja Man City

Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur á Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og fé­lagar voru kjöl­dregnir

Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verðum að tala um þetta rauða spjald“

Jürgen Klopp, þjálfair Liverpool, var sáttur með 3-1 sigur sinna manna gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Hann var hins vegar ekki sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk.

Fótbolti