Fótbolti

Fréttamynd

FIFA setur Rubiales í bann

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann er sköpunar­vél“

Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho

Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Innlent
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Innlent
Fréttamynd

„Stjórnuðum leiknum al­gjör­lega“

Declan Rice, miðjumaður Arsenal, var sáttur með sigur sinna manna á Crystal Palace í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrátt fyrir að leiknum hafi lokið með 1-0 sigri Arsenal þá vildi Rice meina að hans menn hafi verið öll völd á vellinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arnór Ingvi og Kristian Nökkvi á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Norrköping í 3-1 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sjá má markið í fréttinni. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 1-2 tapi gegn Dr Graafschap í hollensku B-deildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kinn­beins­brotinn eftir átök helgarinnar

Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin kinnbeinsbrotnaði í 4-0 tapi Everton gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Reikna má með að hann missi af næstu leikjum liðsins en Everton er sem stendur með 0 stig að loknum tveimur umferðum.

Enski boltinn