Fótbolti

Fréttamynd

Dofri leggur skóna á hilluna

Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin

Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum.

Innlent
Fréttamynd

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið
Fréttamynd

Roon­ey hættur hjá DC United

Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska liðinu DC United. Liðið endaði í 9. sæti austursins í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er ekkert nægi­lega gott nema sigur“

Matthías Vilhjálmsson er sigurvegari sem þrífst best í umhverfi þar sem sigur er skylda frekar en forréttindi. Matthías er fjölhæfur leikmaður sem líður þó best sem fremsta manni. Flottustu mörk hans á ferlinum eiga nærri öll rætur sínar að rekja á sparkvöll á Ísafirði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svava Rós fór úr mjaðmalið

Svava Rós Guðmundssdóttir, leikmaður Íslands og Benfica í Portúgal, verður fjarri góðu gamni í einhvern tíma eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í síðasta leik liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi sagði ungum leik­manni Inter að ganga meira

Lionel Messi er án alls efa einn albesti knattspyrnumaður sögunnar og mögulega einn besti íþróttamaður sögunnar sömuleiðis. Það kom því verulega á óvart þegar David Beckham opinberaði hvaða ráð Messi gaf ungum leikmönnum Inter Miami á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark er mark og Gra­ven­berch er topp gaur

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegt hjá Liverpool

Liverpool lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Royale Union SG frá Belgíu í Evrópudeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-0 þar sem Liverpool skoraði undir lok fyrri og seinni hálfleiks.

Fótbolti