Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans. 21.3.2023 18:50
Allir með á æfingu á svæði Bayern München Allir leikmenn í landsliðshópi Íslands eru heilir heilsu og voru með á æfingu liðsins í München í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson var með eftir að hafa glímt við veikindi um helgina. 21.3.2023 12:00
Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. 21.3.2023 09:01
Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. 20.3.2023 19:00
„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. 18.3.2023 10:00
„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. 18.3.2023 09:00
„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. 15.3.2023 08:30
„Munum þétta raðirnar og hjálpast að við að fylla hennar skarð“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur haft nóg að gera síðustu vikur en lið hans mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Liðið verður þar án Söru Sifjar Helgadóttur sem leikur líklega ekki meira á leiktíðinni. 14.3.2023 19:00
Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. 14.3.2023 11:00
Dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á leikmann Tvítugur stuðningsmaður PSV Eindhoven hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Marko Dmitrovic, markvörð Sevilla, í Evrópuleik liðanna tveggja í febrúar. 9.3.2023 15:30