Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mun gefa Messi knús en senda Mbappé heim í sjúkrabíl

Argentínumaðurinn Facundo Medina kveðst klár í slaginn fyrir toppslag Lens og Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Stjörnur liðsins munu hins vegar fá misjafnar móttökur hjá kauða.

„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“

Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum.

Söluferlið lengist og Glazer-fjölskyldan freistar þess að fá meira

Hin bandaríska Glazer-fjölskylda, sem á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United, hefur opnað fyrir þriðju umferð tilboða í félagið. Eigendurnir flýta sér hægt, freista þess að fá hærri boð í félagið og alls er óvíst að það takist að selja félagið fyrir lok yfirstandandi leiktíðar.

Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“

FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins.

Barnabarn Tarzans vill verðlaunagripina aftur

Barnabarn hlaupahetjunnar Tarzans Brown kallar eftir því að hafa uppi verðlaunagripi sem afi hennar vann í Boston maraþoninu, sem hann vann tvisvar. Brown seldi gripina vegna örbirgðar.

Sveindís tryggði stelpunum okkar sigur í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan 1-2 útisigur er liðið mætti Sviss í æfingaleik ytra í dag. Þetta var seinni leikur liðsins í yfirstandandi landsliðsglugga en liðið gerði jafntefli við Nýja-Sjáland fyrir helgi.

Leikur KR og Keflavíkur færður

Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður.

Sigurgeir nýr þjálfari Stjörnunnar

Sigurgeir Jónsson er nýr þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Hann hefur störf í sumar og tekur við af Hrannari Guðmundssyni sem er á útleið.

Sjá meira