Varalið Villa kreisti út sigur á C-deildarliðinu Aston Villa er komið áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins eftir 2-1 sigur á C-deildarliði Wycombe Wanderers í Buckingham-skíri í kvöld. 24.9.2024 21:01
Madrídingar á tæpasta vaði Real Madrid vann 3-2 heimasigur á Deportivo Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn hefði getað verið liðinu þægilegri. 24.9.2024 20:59
Nóg að gera á skrifstofu Stjörnunnar Stjarnan hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Liðsstyrkurinn kemur frá Búlgaríu. 24.9.2024 20:17
Davíð Snær skoraði gegn toppliðinu Davíð Snær Jóhannsson var á skotskónum fyrir lið Álasund í norsku B-deildinni er liðið tapaði 4-1 fyrir toppliði Valerenga í kvöld. 24.9.2024 18:56
Fram án þriggja gegn KR Fram verður án þriggja leikmanna er liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í fótbolta um helgina vegna leikbanna. 24.9.2024 17:45
Guðmundur lagði upp í sigri á meisturunum Guðmundur Þórarinsson átti hlut í 2-0 sigri liðs hans Noah á Pyunik í armensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. 24.9.2024 17:11
Hafi rætt við Rúnar og Börk og allir jafn undrandi Formaður knattspyrnudeildar Fram furðar sig á sögusögnum þess efnis að Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs félagsins, hafi átt viðræður um að taka við liði Vals. Hann hafi rætt við kollega sinn hjá Val sem og Rúnar sjálfan og ekkert sé til í sögum þess efnis. 24.9.2024 07:31
Fyrrum lögmaður Trump vill í enska boltann Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum. 24.9.2024 07:03
Dagskráin í dag: Sjáðu City í deildabikarnum Hæglátur þriðjudagur er fram undan í sportinu en þó leikið í enska deildabikarnum. Manchester City á leik fyrir höndum í kvöld. Vikulegt uppgjör á NFL-deildinni er þá á sínum stað. 24.9.2024 06:02
Nasistaborði í Magdeburg til rannsóknar Þýska knattspyrnusambandið er með til athugunar borða sem stuðningsmenn Magdeburgar voru með til sýnis á leik liðsins við Karlsruhe í þýsku 2. deildinni um helgina. Borðinn er sagður hafa verið af nasískum toga. 23.9.2024 23:32