Ást Fedru og Saknaðarilmur fengu fern Grímuverðlaun hver Grímuverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru hlutu flest verðlaun á hátíðinni, eða fern verðlaun hver. 30.5.2024 00:17
„Varnargarðarnir stóðu sig mjög vel“ Ármann Höskuldsson eldfjallasérfræðingur segir varnargarðana hafa haldið vel þegar hraun úr eldgosinu við Sundhnúk flæddi að í dag. Sýni af hrauninu séu á leið úr landi. 29.5.2024 21:49
Hraun flæðir yfir Nesveg Hraunið frá eldgosinu sem hófst við Sundhnúk á fyrsta tímanum í dag flæðir yfir Nesveg og Grindavíkurveg. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari myndaði hraunflæðið í kvöld. 29.5.2024 20:55
Eina leiðin inn í Grindavík um Suðurstrandarveg og innviðir í hættu Lögreglustjórinn á Suðurnesjum líst illa á eldgosið nærri Sundhnúki. Hraunið, sem flætt hefur yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg liggi ofan í görðunum og innviðir séu bersýnilega í hættu. 29.5.2024 19:32
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29.5.2024 17:17
Vaktin: Eldgos er hafið Eldgos hófst nærri Sundhnúki norðan við Grindavík klukkan 12:46 í dag. 29.5.2024 11:02
De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28.5.2024 23:29
Átök á aðalfundi og lögregla kölluð til Aðalfundi félagsins Menningartengsl Íslands og Rússlands, sem átti að fara fram í dag, var frestað eftir að til stimpinga kom við húsnæði félagsins og lögregla var kölluð til. 28.5.2024 21:51
„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. 28.5.2024 19:05
Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. 28.5.2024 18:11