Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja. 4.7.2024 22:46
Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. 4.7.2024 22:01
ÍR og Grindavík sendu skýr skilaboð ÍR-ingar unnu frábæran 3-0 sigur á Aftureldingu í kvöld, og komu sér upp fyrir Mosfellinga í 5. sæti, á meðan að Grindavík vann sætan 1-0 útisigur á liðinu í 2. sæti, Njarðvík, í Lengjudeild karla í fótbolta. 4.7.2024 21:34
Andrea og Arnar langfyrst á Akureyri Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld. 4.7.2024 21:11
Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni. 4.7.2024 20:31
Dýrmætur sigur Þórs en toppliðið skoraði ekki Fjölnismenn verða á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta að loknum fyrri helmingi deildakeppninnar, eftir markalaust jafntefli við Keflavík í kvöld í 11. umferðinni. 4.7.2024 20:00
Stelpurnar hans Þóris völtuðu yfir ólympíumeistarana Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, virðist vera á réttri braut nú þegar styttist í Ólympíuleikana í París. Liðið vann stórsigur á ríkjandi ólympíumeisturum Frakka í kvöld, 34-22. 4.7.2024 19:31
Segir Rodri bestan í heimi eftir langar kennslustundir Ilkay Gündogan, fyrirliði Þýskalands, jós lofi yfir sinn gamla liðsfélaga hjá Manchester City, Rodri, fyrir stórleikinn við Spán á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. 4.7.2024 18:31
Jafntefli eftir óvænt brotthvarf Óskars Haugesund gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn HamKam í Íslendingaslag í dag, í fyrsta leik sínum eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson ákvað óvænt að hætta sem þjálfari liðsins. 12.5.2024 17:06
Orri mikilvægur gegn erkióvinum og FCK á toppinn Eftir fjóra sigra í röð hefur FC Kaupmannahöfn laumað sér, nánast „bakdyramegin“ upp í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. 12.5.2024 16:23