Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mæður í Hveragerði búnar að fá sig fullsaddar af stöðunni

Þrjár mæður sem búa í Hveragerði, og hafa fengið nóg af samningsleysi og verkföllum, boða til samstöðufundar klukkan tíu í fyrramálið fyrir starfsfólk BSRB en samstöðufundurinn er haldinn við Borgartún 30 í Reykjavík þar sem Samband íslenskra sveitarfélaga er til húsa.

„Þetta er að okkar mati mögu­leg eigna­upp­taka“

Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar.

„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“

Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við föður stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega. Faðirinn segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar.

Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi

Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi.

„Klár­lega verði að sýna samnings­vilja á báða bóga“

Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar segjum við frá glænýrri könnun Maskínu sem sýnir breytt viðhorf Íslendinga til hvalveiða og ræðum við almannatengil um niðurstöðurnar. Hann segir hvalveiðar orðið mun pólitískara mál en áður.

Sjá meira