Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fólk ryðjist inn í grunnskóla með ásakanir gegn kennurum

Kynfræðslukennarar hafa setið undir ásökunum um barnaníð í kjölfar óvæginnar umræðu um nýþýdda kynfræðslubók fyrir grunnskólabörn sem nefnist Kyn, Kynlíf og allt hitt. Skipst var á skoðunum um kynfræðslu barna í Pallborðinu á Vísi í dag.

Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum.

Svekktur og efins um fleiri veiðiferðir til Íslands

Breskur laxveiðimaður sem veiddi tvo eldislaxa í Skagafirði á dögunum er efins um að hann snúi hingað aftur ef fram heldur sem horfir. Hann óttast um lifibrauð bænda, leiðsögumanna, og ferðaþjónustufyrirtækja sem þjónusta stangveiðimenn.

Vilja bæta sig eftir að innra eftirlit virkaði ekki sem skyldi

Forstjóri Arctic Sea, sem á Arctic Sea Farm, viðurkennir að innra eftirlit fyrirtækisins hafi ekki virkað sem skyldi í ljósi alvarlegs umhverfisslyss sem varð í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga berast ábendingar um eldislaxa sem veiddir hafa verið í íslenskum ám á hverjum degi en ábendingarnar eru orðnar 106 talsins.

Skilnaður einn hættulegasti tímapunkturinn

Sérfræðingur hjá sýslumanni segir að það geti verið stórhættulegur tímapunktur í lífi þolanda að skilja við ofbeldismann og að undirbúningur sé nauðsynlegur. Heimilisofbeldismál séu orðin hættulegri og grófari. Varahéraðssaksóknari segir að í slíkum málum komi steranotkun oft við sögu. 

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu

Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mann­réttinda­brot“

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni.

Lög­regla hafi bakað ríkinu bóta­skyldu

Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn.

Sjá meira