Fréttamaður

Elma Rut Valtýsdóttir

Elma er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi?“

Hópurinn Taktu skrefið er nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn leggur hópurinn áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Forsvarsmaður hópsins vonast til þess að hópurinn geti víkkað út starfsemi sína með tímanum.

Disney+ byrjuð að setja inn myndir á íslensku

Streymisveitan Disney+ hefur orðið við beiðni Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra um að bjóða upp á efni með íslenskri talsetningu. Nú eru myndir á borð við Aladdin, Ísöld og Herkúles í boði með íslensku tali.

Ekkert lát á vinsældum Måneskin

Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.

Sigurður Örn rís til formennsku í Lögmannafélaginu

Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og eigandi á Rétti - Aðalssteinsson & Partners, er nýkjörinn formaður Lögmannafélags Íslands. Aðalfundur félagsins fór fram á Hilton Hótel Nordica í síðustu viku. 

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Von á lúsmýi á næstu dögum

Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní.