Andri Eysteinsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkert sýni reynst jákvætt

Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra.

Samþykktu frekari verkföll með miklum meirihluta

Félagsmenn stéttarfélagsins Eflingar sem greiddu atkvæði um verkföll hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu vinnustöðvanir í atkvæðagreiðslu. Munu vinnustöðvanir að óbreyttu hefjast 9. mars næstkomandi.

Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði

Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag.

Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví

Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða.

Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng

Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Gengu út eftir sigur Roman Polanski

Þónokkrar leikkonur, gengu út úr salnum þar sem César kvikmyndaverðlaunin voru veitt í París í gær eftir að leikstjórinn Roman Polanski hafði unnið til verðlauna fyrir bestu leikstjórn.

Sjá meira