Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. Innlent 8. október 2021 11:37
Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Innlent 8. október 2021 10:53
53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 53 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 25 greindu voru fullbólusettir og 27 voru óbólusettir. Þá voru 29 í sóttkví en 24 utan sóttkvíar.Tveir greindust á landamærunum í fyrstu skimun, báðir með virkt smit.440 eru nú í einangrun og 1.574 í sóttkví. Innlent 8. október 2021 10:52
Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. Erlent 8. október 2021 10:49
Þjóðarbúið gæti orðið af tugmilljarða tekjum vegna sóttvarna á landamærum Harðari sóttvarnareglur á landamærunum hér en í samkeppnislöndum gætu kostað þjóðarbúið tugi milljarða króna sem annars kæmu frá ferðaþjónustunni og seinkað stækkun flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að mati Ísavía. Mikilvægt sé að hér gildi svipaðar reglur og annars staðar í samkeppni við önnur ríki um farþega. Innlent 7. október 2021 19:30
Ekki útilokað að bólusetning hafi raskað tíðahring kvenna í nokkrum tilvikum Ekki er hægt að útiloka með óhyggjandi hætti tengsl nokkurra tilfella blæðinga í kringum tíðahvörf við bólusetningu gegn Covid-19. Hið sama á við um hluta tilfella sem varða óreglulegar og langvarandi blæðingar. Innlent 7. október 2021 16:44
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. Innlent 7. október 2021 13:39
Hitti nemendur á Forvarnardeginum eftir að hafa losnað úr smitgát Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, losnaði úr smitgát skömmu fyrir hádegi í gær og fór þá og hitti nemendur í Laugalækjarskóla og Menntaskólanum í Kópavogi í tilefni af Forvarnardeginum. Lífið 7. október 2021 12:41
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. Viðskipti innlent 7. október 2021 12:18
55 greindust með Covid-19 innanlands 55 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 386 eru í einangrun og 1.987 í sóttkví. Innlent 7. október 2021 11:00
CCP um mannauðsmálin: Algjörlega ný hugsun nauðsynleg Breyttur veruleiki atvinnulífs kallar á að stjórnendur og vinnuveitendur almennt þurfa að nálgast hlutina með algjörlega nýrri hugsun að mati framkvæmdastjóra mannauðssviðs CCP. Sumt sem þessu fylgi verði ekki skemmtilegt og um margt flókið. Atvinnulíf 7. október 2021 07:01
Segja Ísland munu verða útundan með strangar aðgerðir á landamærunum „Ef löndin í kringum okkur verða með mun léttari aðgerðir getum við ekki ætlast til þess að ná sama árangri. Við höfum alveg séð það skýrt að harðar aðgerðir á landamærum hafa áhrif á ferðavilja og á orðspor Íslands sem áfangastaðar.“ Innlent 7. október 2021 06:47
Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar. Innlent 6. október 2021 20:00
Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra. Viðskipti innlent 6. október 2021 19:16
Ætlar ekki í bólusetningu þrátt fyrir að hafa tvisvar smitast af veirunni Þrátt fyrir að hafa smitast af kórónuveirunni í tvígang ætlar írski landsliðsmaðurinn Callum Robinson ekki að láta bólusetja sig. Fótbolti 6. október 2021 15:00
Eftir Covid-19, verkefni og áskoranir Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Skoðun 6. október 2021 14:00
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. Innlent 6. október 2021 13:30
Reikna með töluverðum áhrifum á ferðaþjónustuna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar því að Ísland sé ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna og reiknar með því að breytingarnar muni hafa töluverð áhrif í för með sér. Um sé að ræða stærsta og einn mikilvægasta hóp ferðamanna hér á landi. Innlent 6. október 2021 12:00
44 greindust með Covid-19 innanlands í gær 44 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 363 eru í einangrun og 2.074 í sóttkví. Innlent 6. október 2021 10:52
Ísland ekki lengur á rauðum lista vestanhafs Ísland er ekki lengur á rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Það þýðir að stofnunin ræður ekki lengur öllum Bandaríkjamönnum frá því að ferðast til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Innlent 6. október 2021 09:00
Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. Atvinnulíf 6. október 2021 06:58
Slakað verður á í litlum skrefum þegar þar að kemur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnarráðstöfunum að svo stöddu og hefur framlengt gildandi ráðstafanir um hálfan mánuð. Ráðherrann á von á að þegar slakað verði á verði það gert í litlum skrefum. Innlent 5. október 2021 19:36
Segist hafa verið neyddur í bólusetningu Andrew Wiggins, leikmaður Golden State Warriors, segist hafa verið neyddur til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni til að geta haldið áfram að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. október 2021 16:00
Takmarkanir óbreyttar til 20. október Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir innanlands vegna faraldurs Covid-19. Ný regluferð gildir í tvær vikur, til 20. október. Sóttvarnalæknir vildi framlengja takmarkanir um einn mánuð. Innlent 5. október 2021 14:07
Um eitt þúsund í sóttkví á Akureyri Nærri eitt þúsund manns eru í sóttkví á Akureyri þar sem 78 hafa greinst með kórónuveiruna. Skólastarf hefur raskast mikið og íþróttamót sem halda átti um helgina hefur verið frestað. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir nýtt minnisblað sem sóttvarnalæknir sendi honum í gær. Innlent 5. október 2021 11:15
31 greindist smitaður í gær Alls greindist 31 einstaklingur með kórónaveiruna innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 20 óbólusettir. Fimmtán einstaklingar voru utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 5. október 2021 10:50
Sjöunda hvert barn í heiminum með greinda geðröskun Á hverju ári taka um 46 þúsund ungmenni í heiminum sitt eigið líf samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin 5. október 2021 10:33
Gæti orðið af milljónum Bandaríkjadala þar sem hann er ekki bólusettur Kyrie Irving gæti misst af fjölda leikja Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta þar sem hann er ekki bólusettur. Gæti það leitt til þess að hann verði af milljónum Bandaríkjadala. Körfubolti 4. október 2021 22:00
Neytendastofa innkallar andlitsgrímur frá Xiaomi Neytendastofa hefur innkallað andlitsgrímu af gerðinni Smartmi frá framleiðandanum Xiaomi, sem seld var í verslun Tunglskins ehf. Þá hefur sala og afhending grímunnar jafnframt verið bönnuð. Neytendur 4. október 2021 20:31
Fólk með bælt ónæmiskerfi fái þriðja skammtinn fyrr Lyfjastofnun Evrópu, EMA, hefur nú hefur nú gefið það út að einstaklingar 18 ára og eldri geti fengið örvunarskammt af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19. Það er þó í höndum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig að ákveða hverjir fá þriðja skammtinn. Erlent 4. október 2021 16:07