Grænfáni til FÁ
Grænfáninn var dreginn að húni í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í sjöunda skipti í dag. Af þessu tilefni færði IKEA skólanum rafhjól að gjöf sem starfsfólk getur notað á vinnutíma og munu nemendur jafnframt geta fengið rafhjól lánuð í reynsluskyni.