Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 21:51 Erling Haaland komst lítið áleiðis í tapi Manchester City í kvöld. Getty/Harry Langer/ Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Juventus vann 2-0 sigur á Manchester City í Torinó í kvöld sem skilar ítalska liðinu í ágætis mál í hópi fjórtán efstu liðanna í töflunni. Manchester hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur og er fyrir vikið í 22. sæti. 24 efstu liðin komast í útsláttarkeppnina. Uppskera City í síðustu þremur Meistaradeildarleikjum er aðeins eitt stig og í þeim hefur liðið fengið á sig níu mörk. Það þurfti dómaraúrið í fyrra markinu sem Dusan Vlahovic skoraði með skalla. Ederson Moraes reyndi að verja á marklínunni en marklínutæknin sannaði að það tókst ekki hjá honum. Juventus komst síðan í 2-0 á 75. mínútu með marki Weston McKennie. Hann skoraði það eftir stoðsendingu frá Timothy Weah. Manchester City mætir síðan Paris Saint-Germain í næsta leik sem fer fram eftir áramót. Það er annað stórlið í vandræðum og það gæti orðið hálfgerður úrslitaleikur um að halda sér á lífi í keppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Juventus vann 2-0 sigur á Manchester City í Torinó í kvöld sem skilar ítalska liðinu í ágætis mál í hópi fjórtán efstu liðanna í töflunni. Manchester hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum í Meistaradeildinni í vetur og er fyrir vikið í 22. sæti. 24 efstu liðin komast í útsláttarkeppnina. Uppskera City í síðustu þremur Meistaradeildarleikjum er aðeins eitt stig og í þeim hefur liðið fengið á sig níu mörk. Það þurfti dómaraúrið í fyrra markinu sem Dusan Vlahovic skoraði með skalla. Ederson Moraes reyndi að verja á marklínunni en marklínutæknin sannaði að það tókst ekki hjá honum. Juventus komst síðan í 2-0 á 75. mínútu með marki Weston McKennie. Hann skoraði það eftir stoðsendingu frá Timothy Weah. Manchester City mætir síðan Paris Saint-Germain í næsta leik sem fer fram eftir áramót. Það er annað stórlið í vandræðum og það gæti orðið hálfgerður úrslitaleikur um að halda sér á lífi í keppninni.