Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Hinrik Wöhler skrifar 29. nóvember 2024 21:30 Hafnfirðingar fagna eins marks sigri í Úlfarsárdal í kvöld. Vísir/Anton Brink Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og ekki var mikið um markaskorun í upphafi leiks. Sóknarleikurinn liðanna var ekki upp á marga fiska og enduðu flestar sóknir með misheppnuðum skottilraunum en staðan var 6-5 fyrir Hafnfirðingum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Reynir Þór Stefánsson leiddi sóknarleik Framara í kvöld.Vísir/Anton Brink Í kjölfarið fóru liðin að keyra upp hraðann og þá kviknaði á Þorsteini Gauta Hjálmarssyni í liði Fram. Skyttan skoraði sex mörk á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og tóku heimamenn yfirhöndina á leiknum. Þökk sé sýningu hjá finnska landsliðsmanninum, Þorsteini Gauta, leiddu heimamenn með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14. Þorsteinn Gauti og Reynir Þór Stefánsson voru allt í öllu í sóknarleik Fram en þeir skoruðu samtals 13 mörk í fyrri hálfleik. Reynir Þór hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks í liði Fram og komust heimamenn fljótt í fimm marka forystu. Um miðbik síðari hálfleiks breyttu Hafnfirðingar um vörn og mættu Frömurum framar í fimm-einn vörn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá heimamönnum en sóknarleikur Fram hökti og Birkir Fannar Bragason kom sterkur inn milli stanganna hjá FH. Framarar náðu að halda FH-ingum í skefjum en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem FH náði að jafna í 29-29. Framarar töpuðu boltanum í sinni síðustu sókn og Jakob Martin Ásgeirsson tryggði Hafnfirðingum sigur með marki úr hraðaupphlaupi á síðustu andartökum leiksins. Hafnfirðingar fagna dramatískum sigri.Vísir/Anton Brink Grátlegt tap fyrir Framara en Hafnfirðingar fóru sigurreifir úr Úlfarsárdal og tryggðu stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Atvik leiksins Úrslitin réðust þegar Framarar fóru illa að ráði sínu undir lok leiks en Marel Baldvinsson tapaði boltanum klaufalega. Jakob Martin Ásgeirsson komst inn í sendinguna frá honum. Jakob geystist upp völlinn og afgreiddi færið snyrtilega. Stjörnur og skúrkar Birkir Fannar Bragason reið baggamuninn fyrir FH-inga undir lok leiks. Hann kom inn á markið um miðbik síðari hálfleiks og var með hátt í 60% markvörslu. Reynir Þór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik Fram og skoraði tíu mörk ásamt því að fiska fjögur víti. Það sást lítið til Rúnars Kárasonar í liði Fram en stórskyttan var með eitt mark úr fimm skotum. Marel Baldvinsson gerði slæm mistök í síðustu sókn Fram þegar hann gaf boltann á mótherjana en leikmaðurinn ungi hafði átt góðan leik fram af því. Dómarar Nafnarnir Ómar Ingi Sverrisson og Ómar Örn Jónsson sáu um dómgæsluna í kvöld. Þjálfarar beggja liða voru duglegir að senda tvíeykinu ábendingar um hvað mætti betur fara. Þeir héldu þó ágætri línu í gegnum leikinn þrátt fyrir vafasama dóma einstökum sinnum. Stemning og umgjörð Það var ekki margt um manninn í Lambhagahöllinni í kvöld og mætingin var dræm, sérstaklega í ljósi þess að liðin tvö eru berjast á toppi deildarinnar. Stúkan lifnaði þó við undir lok leiks þegar dramatíkin var sem mest og heyrðist vel í fámennum áhorfendaskaranum. Viðtöl Olís-deild karla Fram FH
Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór rólega af stað og ekki var mikið um markaskorun í upphafi leiks. Sóknarleikurinn liðanna var ekki upp á marga fiska og enduðu flestar sóknir með misheppnuðum skottilraunum en staðan var 6-5 fyrir Hafnfirðingum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Reynir Þór Stefánsson leiddi sóknarleik Framara í kvöld.Vísir/Anton Brink Í kjölfarið fóru liðin að keyra upp hraðann og þá kviknaði á Þorsteini Gauta Hjálmarssyni í liði Fram. Skyttan skoraði sex mörk á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og tóku heimamenn yfirhöndina á leiknum. Þökk sé sýningu hjá finnska landsliðsmanninum, Þorsteini Gauta, leiddu heimamenn með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14. Þorsteinn Gauti og Reynir Þór Stefánsson voru allt í öllu í sóknarleik Fram en þeir skoruðu samtals 13 mörk í fyrri hálfleik. Reynir Þór hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks í liði Fram og komust heimamenn fljótt í fimm marka forystu. Um miðbik síðari hálfleiks breyttu Hafnfirðingar um vörn og mættu Frömurum framar í fimm-einn vörn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá heimamönnum en sóknarleikur Fram hökti og Birkir Fannar Bragason kom sterkur inn milli stanganna hjá FH. Framarar náðu að halda FH-ingum í skefjum en það var ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins sem FH náði að jafna í 29-29. Framarar töpuðu boltanum í sinni síðustu sókn og Jakob Martin Ásgeirsson tryggði Hafnfirðingum sigur með marki úr hraðaupphlaupi á síðustu andartökum leiksins. Hafnfirðingar fagna dramatískum sigri.Vísir/Anton Brink Grátlegt tap fyrir Framara en Hafnfirðingar fóru sigurreifir úr Úlfarsárdal og tryggðu stöðu sína enn frekar á toppi deildarinnar. Atvik leiksins Úrslitin réðust þegar Framarar fóru illa að ráði sínu undir lok leiks en Marel Baldvinsson tapaði boltanum klaufalega. Jakob Martin Ásgeirsson komst inn í sendinguna frá honum. Jakob geystist upp völlinn og afgreiddi færið snyrtilega. Stjörnur og skúrkar Birkir Fannar Bragason reið baggamuninn fyrir FH-inga undir lok leiks. Hann kom inn á markið um miðbik síðari hálfleiks og var með hátt í 60% markvörslu. Reynir Þór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik Fram og skoraði tíu mörk ásamt því að fiska fjögur víti. Það sást lítið til Rúnars Kárasonar í liði Fram en stórskyttan var með eitt mark úr fimm skotum. Marel Baldvinsson gerði slæm mistök í síðustu sókn Fram þegar hann gaf boltann á mótherjana en leikmaðurinn ungi hafði átt góðan leik fram af því. Dómarar Nafnarnir Ómar Ingi Sverrisson og Ómar Örn Jónsson sáu um dómgæsluna í kvöld. Þjálfarar beggja liða voru duglegir að senda tvíeykinu ábendingar um hvað mætti betur fara. Þeir héldu þó ágætri línu í gegnum leikinn þrátt fyrir vafasama dóma einstökum sinnum. Stemning og umgjörð Það var ekki margt um manninn í Lambhagahöllinni í kvöld og mætingin var dræm, sérstaklega í ljósi þess að liðin tvö eru berjast á toppi deildarinnar. Stúkan lifnaði þó við undir lok leiks þegar dramatíkin var sem mest og heyrðist vel í fámennum áhorfendaskaranum. Viðtöl