Innlent

Gleðileg jól

Andri Eysteinsson skrifar
Oslóartréð á Austurvelli á köldum desemberdegi.
Oslóartréð á Austurvelli á köldum desemberdegi. Vísir/Vilhelm

Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með nokkrum jólalegum ljósmyndum sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók núna í desember.

Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðirnar; á jóladag frá klukkan 8 til 16 og á annan í jólum frá klukkan 8 til 24.

Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Það hefur verið jólalegt um að litast í miðborginni undanfarið eins og þessir íbúar Tjarnarinnar hafa eflaust tekið eftir.Vísir/Vilhelm
Jólasveinarnir komu til byggða. Þessi stytti eldri borgurum og leikskólabörnum stundir í félagsmiðstöðinni Hæðagarði.Vísir/Vilhelm
Hurðaskellur kom til byggða og fór beint á Þjóðminjasafnið.Vísir/Vilhelm
Eins og endranær var mikið að gera í verslunarmiðstöðvum skömmu fyrir jól.Vísir/Vilhelm
Vísir óskar lesendum sínum gleðilegra jóla.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×