Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 28-21 │Valur tók forystuna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:15 Íris Björk var frábær í kvöld. vísir/vilhelm Valur vann fyrsta leikinn í úrslita einvíginu gegn Fram á Hlíðarenda í kvöld, 28-21. Valur hafði góð tök á leiknum frá upphafi og leiddi í hálfleik með fimm mörkum, 15-10. Valskonur mættu töluvert einbeittari og ákveðnari til leiks í dag og voru fljótlega komnar í þriggja marka forystu, 6-3. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem hafði lítið uppá sig og hélt Valur forystunni áfram. Heimenn leiddu með 6 mörkm þegar mest lét í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik, 15-10. Íris Björk Símonardóttir var hreint út sagt mögnuð í þessum leik, hún var með 11 bolta varð eða 55% markvörslu í hálfleik. Hún hélt stöðugleika út leikinn og endaði með 20 bolta, 50% markvarsla. Það varð lítil breyting á leiknum í síðari hálfleik og munaði átta mörkum á liðunum eftir 10 mínútur, 21-13. Um miðbik seinni hálfleiks náði Fram góðu áhlaupi og breytti stöðunni úr 21-13 í 23-20 með 2-7 kafla. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og róaði sitt lið niður fyrir lokakaflann. Ágúst gerði vel þar með því að taka þetta leikhlé og náði Valur aftur tökum á leiknum og sigldi öruggum sigri í höfn, 28-21 urðu lokatölur á Hlíðarenda.Ragnheiður Júlíusdóttir ræðst að vörn Vals.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur? Valur var töluvert betri á öllum sviðum í kvöld og hafði sérstaklega mikla yfirburði í vörn og markvörslu. Leikur Vals var vel skipulagður og baráttan í leikmönnum til fyrirmyndar. Sanngjarn sigur en það er nóg eftir í þessu einvígi. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir var eins og áður sagði gjörsamlega frábær í markinu hjá Val og á stóran þátt í þessum sigri. Þær, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir, áttu einnig frábæran leik. Þær voru báðar gríðalega öflugar í vörninni og sköpuðu mikið fyrir sitt lið sóknarlega. Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Fram og virtist vera eina sem náði að skora á tímabili í leiknum en Hildur Þorgeirsdóttir vann á þegar leið á leikinn sem og Erla Rós Sigmarsdóttir sem varði nokkra bolta í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Leikur Fram gekk heilt yfir brösulega, þær áttu aldrei séns í þessum leik. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 1 mark fyrir utan úr 16 skotum, þetta gekk illa hjá henni í dag. Saman skoruðu þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir, 5 mörk úr 15 skotum, það er ekki nógu gott heldur en Íris Björk var að gera þessum stórskyttum lífið leitt í kvöld. Hvað er framundan?Næsti leikur liðanna er í Safamýrinni á fimmtudaginn, það er nóg eftir í þessu einvígi og það er vitað mál að Fram á eftir að svara fyrir þennan leik.Steinunn í baráttunni við Írisi Ástu.vísir/vilhelmSteinunn Björns: Erfitt þegar Íris er í þessum hamSteinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, segir að allir leikmenn þurfi að stíga upp fyrir næsta leik „Við töpuðum þessu í fyrri hálfleik. Þær komu leiknum í 8 mörk og þá er þetta erfitt“ sagði Steinunn en Valur náði mest átta marka forystu í fyrri hálfleik Fram skoraði fyrsta mark leiksins og komst þar í 0-1 en það var í eina skiptið sem þær voru í forystu. Steinunn segir það auðvitað erfitt að ætla að snúa leiknum við þegar þær hafa verið að elta allan leikinn gegn svona sterku liði eins og Val „Það er auðvitað erfitt að elta allan leikinn og sérstaklega erfitt þegar Íris (Björk Símonardóttir) er í þessum ham. Að fá á okkur 27 mörk er alltof mikið, við höfum ekki verið að fá á okkur svona mörg mörk gegn þeim í vetur svo við þurfum að skoða það“ Það er nóg eftir segir Steinunn enda þarf að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Hún segir að allir leikmenn liðsins þurfi að stíga upp fyrir næsta leik ef ekki á illa að fara og bætir því við að engin hafi átt góðan leik í dag „Það er nóg eftir en við þurfum allar að stíga upp, það var engin stórkostleg hjá okkur í kvöld. Við þurfum því allar að gera betur. Þetta er bara erfitt þegar leikmenn ná sér ekki á strik og þetta verður ströggl. Við reyndum að finna auðveld mörk sem voru ekki að koma hjá okkur svo þetta var erfitt.“ sagði Steinunn að lokum Lovísa Thompson í kvöld.vísir/vilhelmÁgúst Þór: Ávísun á góð úrslit„Við vorum með frumkvæði mest allan leikinn“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við spiluðum þéttan og góðan varnarleik stóran hluta leiks og sóknarlega náðum við að halda tæknifeilunum niðri svo við náðum að skila okkur vel til baka. Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik en heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna hjá liðinu“ Ágúst Þór þakkar vörn og markvörslu sigurinn í dag og segir að það sé yfirleitt ávísun á góð úrslit þegar þær eru að spila svona vel. „Vörnin var að spila vel, bæði bakverðirnir voru að standa sínar stöður vel og sama á við um miðblokkina. Íris (Björk Símonardóttir) varði svo vel þar á bakvið, þetta er yfirleitt ávísun á góð úrslit„ Um miðbik síðari hálfleiks náði Fram góðu áhlaupi þar sem þær refsuðu Val fyrir tæknifeila í sókninni með auðveldum mörkum en það er einn helsti styrkleiki Fram. Ágúst Þór tók leikhlé þegar Fram hafði minnkað forskotið niður í þrjú mörk og segir hann að hann hafi viljað hægja á leiknum og núllstilla leikmenn. „Við viljum alveg keyra hratt líka og gerðu það alveg í dag en auðvitað eru þær stórhætturlegar. Þetta er frábært lið og þegar þær hrökkva í gang, eins og þær gerðu í seinni hálfleik, þá er alltaf hætta og maður er aldrei rólegur“ „En við náðum að núllstilla okkur, koma okkur aftur tilbaka og sigla þessu heim“ sagði Ágúst að lokum Olís-deild kvenna
Valur vann fyrsta leikinn í úrslita einvíginu gegn Fram á Hlíðarenda í kvöld, 28-21. Valur hafði góð tök á leiknum frá upphafi og leiddi í hálfleik með fimm mörkum, 15-10. Valskonur mættu töluvert einbeittari og ákveðnari til leiks í dag og voru fljótlega komnar í þriggja marka forystu, 6-3. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók þá leikhlé sem hafði lítið uppá sig og hélt Valur forystunni áfram. Heimenn leiddu með 6 mörkm þegar mest lét í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik, 15-10. Íris Björk Símonardóttir var hreint út sagt mögnuð í þessum leik, hún var með 11 bolta varð eða 55% markvörslu í hálfleik. Hún hélt stöðugleika út leikinn og endaði með 20 bolta, 50% markvarsla. Það varð lítil breyting á leiknum í síðari hálfleik og munaði átta mörkum á liðunum eftir 10 mínútur, 21-13. Um miðbik seinni hálfleiks náði Fram góðu áhlaupi og breytti stöðunni úr 21-13 í 23-20 með 2-7 kafla. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og róaði sitt lið niður fyrir lokakaflann. Ágúst gerði vel þar með því að taka þetta leikhlé og náði Valur aftur tökum á leiknum og sigldi öruggum sigri í höfn, 28-21 urðu lokatölur á Hlíðarenda.Ragnheiður Júlíusdóttir ræðst að vörn Vals.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur? Valur var töluvert betri á öllum sviðum í kvöld og hafði sérstaklega mikla yfirburði í vörn og markvörslu. Leikur Vals var vel skipulagður og baráttan í leikmönnum til fyrirmyndar. Sanngjarn sigur en það er nóg eftir í þessu einvígi. Hverjar stóðu upp úr?Íris Björk Símonardóttir var eins og áður sagði gjörsamlega frábær í markinu hjá Val og á stóran þátt í þessum sigri. Þær, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir, áttu einnig frábæran leik. Þær voru báðar gríðalega öflugar í vörninni og sköpuðu mikið fyrir sitt lið sóknarlega. Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Fram og virtist vera eina sem náði að skora á tímabili í leiknum en Hildur Þorgeirsdóttir vann á þegar leið á leikinn sem og Erla Rós Sigmarsdóttir sem varði nokkra bolta í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Leikur Fram gekk heilt yfir brösulega, þær áttu aldrei séns í þessum leik. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 1 mark fyrir utan úr 16 skotum, þetta gekk illa hjá henni í dag. Saman skoruðu þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir, 5 mörk úr 15 skotum, það er ekki nógu gott heldur en Íris Björk var að gera þessum stórskyttum lífið leitt í kvöld. Hvað er framundan?Næsti leikur liðanna er í Safamýrinni á fimmtudaginn, það er nóg eftir í þessu einvígi og það er vitað mál að Fram á eftir að svara fyrir þennan leik.Steinunn í baráttunni við Írisi Ástu.vísir/vilhelmSteinunn Björns: Erfitt þegar Íris er í þessum hamSteinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, segir að allir leikmenn þurfi að stíga upp fyrir næsta leik „Við töpuðum þessu í fyrri hálfleik. Þær komu leiknum í 8 mörk og þá er þetta erfitt“ sagði Steinunn en Valur náði mest átta marka forystu í fyrri hálfleik Fram skoraði fyrsta mark leiksins og komst þar í 0-1 en það var í eina skiptið sem þær voru í forystu. Steinunn segir það auðvitað erfitt að ætla að snúa leiknum við þegar þær hafa verið að elta allan leikinn gegn svona sterku liði eins og Val „Það er auðvitað erfitt að elta allan leikinn og sérstaklega erfitt þegar Íris (Björk Símonardóttir) er í þessum ham. Að fá á okkur 27 mörk er alltof mikið, við höfum ekki verið að fá á okkur svona mörg mörk gegn þeim í vetur svo við þurfum að skoða það“ Það er nóg eftir segir Steinunn enda þarf að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Hún segir að allir leikmenn liðsins þurfi að stíga upp fyrir næsta leik ef ekki á illa að fara og bætir því við að engin hafi átt góðan leik í dag „Það er nóg eftir en við þurfum allar að stíga upp, það var engin stórkostleg hjá okkur í kvöld. Við þurfum því allar að gera betur. Þetta er bara erfitt þegar leikmenn ná sér ekki á strik og þetta verður ströggl. Við reyndum að finna auðveld mörk sem voru ekki að koma hjá okkur svo þetta var erfitt.“ sagði Steinunn að lokum Lovísa Thompson í kvöld.vísir/vilhelmÁgúst Þór: Ávísun á góð úrslit„Við vorum með frumkvæði mest allan leikinn“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við spiluðum þéttan og góðan varnarleik stóran hluta leiks og sóknarlega náðum við að halda tæknifeilunum niðri svo við náðum að skila okkur vel til baka. Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik en heilt yfir mjög ánægður með spilamennskuna hjá liðinu“ Ágúst Þór þakkar vörn og markvörslu sigurinn í dag og segir að það sé yfirleitt ávísun á góð úrslit þegar þær eru að spila svona vel. „Vörnin var að spila vel, bæði bakverðirnir voru að standa sínar stöður vel og sama á við um miðblokkina. Íris (Björk Símonardóttir) varði svo vel þar á bakvið, þetta er yfirleitt ávísun á góð úrslit„ Um miðbik síðari hálfleiks náði Fram góðu áhlaupi þar sem þær refsuðu Val fyrir tæknifeila í sókninni með auðveldum mörkum en það er einn helsti styrkleiki Fram. Ágúst Þór tók leikhlé þegar Fram hafði minnkað forskotið niður í þrjú mörk og segir hann að hann hafi viljað hægja á leiknum og núllstilla leikmenn. „Við viljum alveg keyra hratt líka og gerðu það alveg í dag en auðvitað eru þær stórhætturlegar. Þetta er frábært lið og þegar þær hrökkva í gang, eins og þær gerðu í seinni hálfleik, þá er alltaf hætta og maður er aldrei rólegur“ „En við náðum að núllstilla okkur, koma okkur aftur tilbaka og sigla þessu heim“ sagði Ágúst að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti