Tónlist

Tónleikar um allt land þann 12. mars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úlfur Úlfur, Lay Low og Mammút koma fram í Hörpu.
Úlfur Úlfur, Lay Low og Mammút koma fram í Hörpu. vísir
ASÍ mun halda tónleika á fjórum mismunandi stöðum þann 12. mars og fara þeir fram í Eldborg, Edinborgarhúsinu, Hofi og Egilsbúð. Tilefnið er 100 ára afmæli ASÍ.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ en fjölskylduskemmtun verður í Hörpu frá kl. 14 um daginn þar sem Úlfur Úlfur, Páll Óskar, Hundur í Óskilum koma fram og verða veitingar í boði. Um kvöldið munu síðan eftirfarandi listamenn koma fram á tónleikunum; Mammút, Retro Stefson. Valdimar, Mannakorn, Lára Rúnars, Mugison, Ylja, Hvanndalsbræður, Agent Fresco, Emmsje Gauti, Lay Low, Bjartmar, Úlfur Úlfur, Lúðrasveit Verkalýðsins, Páll Óskar og Hundur í Óskilum.

Tónlist hefur leikið stórt hlutverk í verkalýðshreyfingunni alla tíð og tónlist verður einkennandi í afmælisfagnaði ASÍ. Nánari upplýsingar um það hvernig miðar verða afhendir eru inni á tix.is. Hér að neðan má lesa dagskrána frá ASÍ frá hverjum stað fyrir sig:

Reykjavík dagur Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ hefst í Hörpu kl. 14 laugardaginn 12. mars. Boðið verður upp á tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósasalnum.  Auk þess setur tvíeykið magnaða, Hundur í óskilum, upp stutta leiksýningu í Kaldalóni kl. 15 og 16 þar sem farið verður yfir athyglisverða hluti úr 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar. Kl. 17:30 blæs Lúðrasveit verkalýðsins svo til tónleika í Kaldalóni. ASÍ býður svo gestum Hörpunnar upp á afmælisköku, kaffi og djús í tilefni aldarafmælisins. Það er frítt inn á alla þessa viðburði og ekki þarf að ná sér í miða til að vera með á fjölskylduskemmtuninni.

Reykjavík kvöld - Eldborg Frábærir listamenn koma fram til að fagna þessum tímamótum með okkur: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Aðgangur er ókeypis en miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.

Akureyrim - Hof Ljósmyndasýning og tónleikar í Hofi á Akureyri laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Agent Fresco, Ylja, Hvanndalsbræður og Emmsje Gauti. Aðgangur er ókeypis en miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.

Ísafjörður - Edinborgarhúsið Ljósmyndasýning og tónleikar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Mugison og Lára Rúnars. Aðgangur er ókeypis en miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.

Neskaupstaður - Egilsbúð Ljósmyndasýning og tónleikar í Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 12. mars kl. 20. Fram koma: Bjartmar Guðlaugs, Lay Low og Úlfur Úlfur. Aðgangur er ókeypis en miðar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudaginn 4. mars kl. 12 á hádegi.

Þann 12. mars 2016 verða 100 ár liðin frá því að 20 einstaklingar frá sjö verkalýðsfélögum bundust samtökum til að efla samtakamátt sinn í baráttunni fyrir bættum kjörum og Alþýðusambandið varð til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.