Nýtt ár hjá bahá'íum 21. mars Böðvar Jónsson skrifar 17. mars 2015 13:02 Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Tímatal bahá‘í trúar hefst árið 1844 og upphaf hvers árs er á vorjafndægri, þannig lýkur 21. mars næstkomandi árinu 171 og árið 172 tekur við. Á skala mannkynssögunnar er 171 ár ekki langur tími og er hér um er að ræða yngstu opinberuðu trúarbrögð mannkynsins.Úr sögu trúarinnar á íslandi Trúarinnar er fyrst getið á íslensku í blaðinu Ísafold árið 1896. Árið 1908 skrifar Þórhallur Bjarnason, biskup mjög lofsamlega grein um trúna í Nýja kirkjublaðið. Á aðfangadag 1915 skrifar séra Matthías Jochumsson grein í blaðið Íslendingur undir yfirskriftinni Hussein Ali messias Persa þar sem hann fjallar um opinberanda trúarinnar og trúna sjálfa með mjög jákvæðum hætti. Fyrsti bahá‘íinn á Íslandi var Hólmfríður Árnadóttir, kennari, en hún kynntist trúnni 1924 og þýddi fyrstu bókina sem gefin var út á íslensku. Í þeirri bók er fjallað um uppruna og eðli trúarinnar. Í bahá‘í trú eru ekki prestar heldur eru 9 manna ráð sem annast málefni trúarinnar á svæðisbundnum, þjóðlegum og alþjóðlegum vettvangi. Á Íslandi var slíkt ráð kosið í fyrsta sinn árið 1965 og var það svæðisráð fyrir Reykjavík. Þjóðarráð fyrir Ísland var kosið í fyrsta skipti 1972. Hópur bahá‘i á hverjum stað talar um sig sem samfélag en ekki söfnuð. Þjóðarmiðstöð bahá‘í samfélagsins á Íslandi er í dag á Öldugötu 2 í Reykjavík. Á árunum um og upp úr 1970 var oft og iðulega fjallað um trúna í hinum ýmsu blöðum hér á landi, kannski vegna þess að á þeim tíma var hún að festa rætur í íslensku samfélagi. Minna hefur farið fyrir slíkri umfjöllun síðustu áratugi en vegna mikillar umfjöllunar undanfarið um trú og trúarbrögð er við hæfi að rifja upp hvað bahá‘í trú stendur fyrir.Bahá‘í trú er alheimstrú Trúin á rætur að rekja til Íran sem þá nefndist Persía. Samkvæmt alþjóðlegri tölfræði telst bahá‘í trúin, landfræðilega séð, næst útbreiddust trúarbragða mannkyns, næst á eftir kristni. Segja má að fylgjendurnir séu þverskurður af mannkyninu því þeir eiga uppruna sinn meðal allra þjóða, þjóðflokka og starfsstétta og koma frá ólíkustu menningarsvæðum. Á upphafsárum trúarinnar urðu fylgjendur hennar fyrir miklum og grimmilegum ofsóknum og mega enn í dag þola ofsóknir í Íran og fleiri islömskum löndum. Nefna má tilhæfulausar fangelsanir og sviftingu eðlilegustu mannréttinda öllu tagi jafnvel skólagöngu í opinberum skólum. Standi átrúendurnir fyrir kennslu á eigin heimilum er slíkt tafarlaust stöðvað, bækur gerðar upptækar og kennarar fangelsaðir eða jafnvel teknir af lífi eins og gerðist 1983. Aðsetur trúarinnar á heimsvísu eru í landinu helga. Þau tengsl eru sérstök því þar hvíla í jörð þrjár höfuðpersónur trúarinnar, þar eru helgustu staðir hennar og miðstöð pílagrímsferða en því til viðbótar er þar einnig staðsett varanlegt stjórnsetur hennar sem annast hnattræna umsjón málefna þessa víðfeðma samfélags. Bahá‘í trú er algerlega ópólitísk og átrúendurnir blanda sér ekki í þær hörmulegu deilur og ofbeldisverk sem ógna heiminum en vísa fremur til þess að vandamálið sem mannkynið stendur frammi fyrir sé fyrst og fremst andlegt í eðli sínu og benda á það sem rit trúar þeirra halda á lofti sem læknislyfi í þeim þrengingum sem við blasa.Verkefni bahá‘í samfélaga Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sameiginlegu verkefni, sem felst í að þróa smátt og smátt bætt heimsástand og styrkja samfélagsuppbyggingu. Um allan heim standa samfélög fyrir barna og unglingafræðslu sem fram fer í hópum og miðar að styrkingu persónuleikans þar sem siðfræði er grunnstoðin sem sótt er meðal annars í trúarlega texta. Einstakir átrúendur bjóða upp á helgistundir á heimilum sínum og fyrir þá sem náð hafa fullorðinsaldri er boðið upp á leshringi þar sem hópur skoðar í sameiningu sögu trúarbragðanna og það sem þau standa fyrir. Þessi verkefni eru öllum opin. Samneytið fylgjendum allra trúarbragða í anda vináttu og bræðralags (úr bahá‘í ritum)
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun