Sport

17 stiga tap fyrir Dönum

Danmörk sigraði Ísland, 77-60 í sveiflukenndum leik í Keflavík nú síðdegis í Evrópukeppni landsliða í körfubolta. Leikurinn var síðari leikur þjóðanna, en í fyrri leiknum í Árósum í fyrra voru það Danir sem sigruðu með 10 stiga mun. Ísland þurfti því að vinna 11 stiga sigur í leiknum til að eiga möguleika á að leika til úrslita um laust sæti í A-deild Evrópukeppninnar. Ísland var yfir í hálfleik, 32-31, eftir að hafa verið sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-12. Danir hafa þar með tryggt sér efsta sæti riðilsins en vonir Íslendinga um sæti í A-deild er nú úr sögunni. Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 18 stig en Magnús Þór Gunnarsson kom næstur með 15 stig. Stig íslenska liðsins: Logi Gunnarsson 18 Magnús Þór Gunnarsson 15, Friðrik Stefánsson 8, 9 fráköst Hlynur Bæringsson 7 Jón Arnór Stefánsson 5, hitti úr 1 af 10 skotum, 5 villur Helgi Már Magnússon 3 Jakob Sigurðarson 2 Jón Nordal Hafsteinsson 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×